Eftir vel heppnaðan viðburð í maí 2023 snýr HotelCamp aftur. Þar getum við tekið gott spjall, skipst á hugmyndum og rætt það sem við teljum brýnast í rekstri gististaða næstu misserin
HótelCamp er ekki hefðbundin ráðstefna. HotelCamp er heilsdags samkoma þar sem þátttakendur koma með tillögur og kjósa um umræðuefni sem fjalla á um. Þá eru hringborðumræður um umræðuefnin þar sem skoðanir og hugmyndir eru ræddar með alþjóðlegum þátttakendum og styrktaraðilum víðsvegar að úr Evrópu og Íslandi. Á Hotel Camp 2024 gefst þér tækifæri til að ræða nýjustu strauma í hótelrekstri og fá svör við spurningum.
Hver þátttakandi getur tekið virkan þátt, lagt fram hugmyndir sínar, þekkingu og kosið um æskileg umræðuefni. Ef þú villt taka þátt í umræðum um nýjustu strauma og stefnur í rekstri gististaða skalltu tryggja þér miða núna og taktu þátt í þessum einstaka viðburði sem haldinn er samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Í lok dags er boðið upp á léttar veitingar og netagerð.
HotelCamp býður uppá tækifæri til að ræða ný umræðuefni í afslöppuðu umhverfi. Áherslan á HoteCamp í þetta skiptið eru nýjustu straumar í rekstri gististaða. Umræðuefni sem tengjast nýrri tækni, nýsköpun, samfélagsmiðlum, aðferðum við að auka beinar bókanir ásamt annarri sérfræðiþekkingu sem þátttakendur taka með sér á ráðstefnuna.
Dagskráin er sett saman af þátttakendum í byrjun dags og í framhaldinu eru 12 vinnustofur – 4 fyrir hádegi og 8 eftir hádegi. Umræðuefni á vinnustofum og stjórnendur eru valin af þátttakendum og skipulagðar af starfsmönnum HotelCamp.
Þátttaka er algjörlega þess virði – þú færð:
- Opnar vinnustofur
- Umræðuefni sem eru valin samhljóða af þátttakendum
- Afslappað umhverfi
- Viðburð sem er ekki byggður á sölukynningum
Í byrjun viðburðarins eru umræðuefnin valin af þátttakendum sjálfum. Umræðuefni geta verið þekking sem þú vilt deila eða sérstakt umræðuefni sem þú vilt ræða.
Umræðuefnin sem þátttakendur stinga uppá eru svo sett í kosningu á meðal allra þátttakenda. Þú velur það sem þú hefur mestan áhuga á. Þannig munu þau umræðuefni sem vekja mestan áhuga vera þau sem tekin verða fyrir.
Nokkur dæmi:
- Hvað er besta sölustrategían? Hvernig staðsetur þú heimasíðu þína gagnvart OTA´s?
- Hvað er besta ráðningarstefnan fyrir hótel og veitingastaði á Íslandi? Hvernig er hægt að vinna í evrópskri ráðningarstefnu?
- Bættu reksturinn þinn – stafræn þróun vs þróun starfsmanna – hverjar eru helstu stefnur í dag?
- Hvernig nærðu meiri sýnileika á heimasíðuna þína í Kína, Bandaríkjunum og Evrópu?
- Vinnustofur með fólki úr evrópska hótelbransanum varðandi „Best Practices“ í rekstri, sölu og stafrænni þróun.
- Viðfangsefni valin af þátttakendum
- Vinnustofur skipulagðar af skipuleggjendum
- 12 viðfangsefnum skipt í 3 sali
- þú getur tekið þátt í hvað vinnustofu sem er, skipt um sal hvenær serm er, tekið virkan þátt eða bara hlustað
- viðfangsefnin geta verið kynningar, umræður eða vinnustofur, þar sem leiðtogi hverrar stofu stýrir umræðum
- í hléum er tækifæri til að hitta aðra þátttakendur, skiptast á reynslu og mynda tengingar við hótelfólk með svipuð áhugasvið
þriðjudagur , November 12, 2024
09.00 - 17.30
Hilton Reykjavik Nordica,
Suðurlandsbraut 2,
108 Reykjavík,
Island
fyrir meiri upplýsingar: